Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. febrúar 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Hef séð sannanir sem sýna sakleysi Man City
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist hafa fengið að sjá sannanir hjá félaginu þess efnis að það sé saklaust af brotum á fjárhagsreglum UEFA.

Sjá einnig:
CAS hefur formlega tekið við áfrýjun Man City

Manchester City var fyrr í mánuðinum dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Guardiola er hins vegar bjartsýnn á að áfrýjun til Íþróttadómstóls Evrópu hjálpi Manchester City að sleppa við bann.

„Við lágum lengi undir grun en við eigum rétt á að áfrýja og ég treysti fólkinu hjá félaginu," sagði Guardiola á fréttamannafundi í gær.

„Fólkið hefur útskýrt fyrir mér ástæðurnar og sýndu mér hvað deiluefnin snúast um og sannanir frá félaginu. Við erum bjartsýn á að vera í Meistaradeildinni á næsta tímabili en ef það gerist ekki þá verðum við að taka því og halda áfram."

„Traust mitt er hjá félaginu. Ég þekki það. Við þurfum að sjá hvað gerist hjá íþróttadómstól Evrópu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner