Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. febrúar 2020 09:14
Magnús Már Einarsson
Nýjasta stjarna Bayern kom sem flóttamaður frá Gana til Kanada
Alphonso Davies átti stórleik í gærkvöldi.
Alphonso Davies átti stórleik í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Alphonso Davies fór á kostum í 3-0 sigri Bayern Munchen á Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og lagði meðal annars upp mark fyrir Robert Lewandowski.

Saga Davies er áhugaverð en foreldarar hans komu sem flóttamenn frá Gana til Kanada þegar að Davies var fimm ára gamall. Í dag er Davies 19 ára gamall og hann hefur brotið sér leið inn í byrjunarlið Bayern á þessu tímabili.

Davies kom til Bayern frá Vancouver Whitecaps í janúar í fyrra og varð þá dýrasti leikmaðurinn í sögu MLS-deildarinnar. Fyrsti byrjunarliðsleikur hans í þýsku Bundesligunni var í níundu umferð á þessu tímabili.

Davies hefur skorað fimm mörk í nítján leikjum með landsliði Kanada en hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2017 þegar hann var einungis sextán ára gamall.

Áhugavert verður að sjá hversu langt Davies nær í framtíðinni en miðað við frammistöðuna á Stamford Bridge í gær virðist ný stjórstjarna vera í uppsiglingu.

Smelltu hér til að sjá skemmtilegt innslag BBC um Davies




Athugasemdir
banner
banner