Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 26. febrúar 2024 15:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ívar Ingimars í þjálfarateymi KR
Ívar Ingimarsson.
Ívar Ingimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Ingimarsson hefur verið ráðinn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna út keppnistímabilið 2024.

„Ívar er flott viðbót við teymi kvennaliðsins og erum við gríðarlega ánægð að fá hann í hópinn," segir í tilkynningu frá KR um ráðninguna í dag.

Ívar hætti nýverið í stjórn hjá KSÍ og dembir sér núna út í þjálfun. Hann átti frábæran leikmannaferil og spilaði meðal annars í ensku úrvalsdeildinni með Reading.

Hann spilaði þá 30 A-landsleiki fyrir Ísland.

Gunnar Einarsson tók nýverið sem þjálfari kvennaliðs KR en liðið verður í 2. deild kvenna í sumar eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner