Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Ajax eyddi öllum sínum færslum á samfélagsmiðlum
Anton Gaaei reynir hér að ná boltanum af Kaoru Mitoma, kantmanni Brighton.
Anton Gaaei reynir hér að ná boltanum af Kaoru Mitoma, kantmanni Brighton.
Mynd: EPA
Anton Gaaei, varnarmaður Ajax, ákvað í gær að eyða öllum færslum sínum á samfélagsmiðlum eftir að hafa fengið ljót skilaboð.

Gaaei hefur átt erfitt tímabil með Ajax og í gær gerði hann slæm mistök í tapi gegn AZ Alkmaar. Honum var skipt af velli eftir 36 mínútur en eftir leikinn eyddi hann öllum sínum færslum af Instagram.

Þjálfari hans, John van 't Schip, var spurður út í málið eftir leikinn gegn AZ.

„Svona gerist á samfélagsmiðlum nú til dags. Þú óskar þessu ekki upp á neinn," sagði þjálfari Ajax.

„Anton er mjög góður drengur. Það er ekki sanngjarnt að öll reiðin beinist að honum. Allir gera mistök," sagði Jorrel Hato, varnarmaður Ajax eftir leikinn.

Ajax er í fimmta sæti hollensku deildarinnar eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner