Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mán 26. febrúar 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Modric um Ramos: Fólk dæmir okkur alltaf út frá aldri
Mynd: Getty Images
Luka Modric og Sergio Ramos mættust í La Liga á Spáni í gær er Real Madrid lagði Sevilla að velli, 1-0.

Leikmennirnir spiluðu saman hjá Real Madrid í rúman áratug áður en Ramos yfirgaf Madrídinga og samdi við Paris Saint-Germain.

Þeir unnu Meistaradeildina fjórum sinnum saman, en þeir mættust loks í gær.

Ramos samdi við Sevilla fyrir tímabilið og var að snúa aftur á Santiago Bernabeu í fyrsta sinn í þrjú ár.

Modric, sem er 38 ára gamall, skoraði eina mark leiksins með laglegu marki fyrir utan teig, en það var tilfinningarík stund þegar þeir vinirnir hittust í gær.

„Sergio Ramos er bróðir minn og alvöru goðsögn. Fólk dæmir okkur alltaf út frá aldri, en gæði hans eru einfaldlega framúrskarandi. Það var ótrúlega gaman að sjá hann,“ sagði Modric um Ramos.
Athugasemdir
banner
banner
banner