Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid nær munnlegu samkomulagi við Davies
Alphonso Davies.
Alphonso Davies.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur náð munnlegu samkomulagi við Alphonso Davies, bakvörð Bayern München, en frá þessu er greint á The Athletic í dag. Það er mjög áreiðanlegur miðill.

Real Madrid hefur verið í sambandi við umboðsmenn Davies í dágóðan tíma núna.

Spænska stórveldið hefur beðið Davies að framlengja ekki við Bayern en samningur hans þar rennur út sumarið 2025. Ef hann framlengir ekki þá er síðasti séns fyrir Bayern að selja hann í sumar.

Real Madrid vonast til að kaupa hann í sumar en ef það gengur ekki, þá mun félagið sækja hann á frjálsri sölu sumarið 2025.

Davies, sem er 23 ára gamall, er sagður mjög spenntur fyrir því að ganga í raðir Real Madrid en það eru allar líkur á því að franska stórstjarnan Kylian Mbappe muni ganga í raðir Madrídarstórveldisins á frjálsri sölu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner