Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 26. febrúar 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefnir á að snúa aftur í enska landsliðið eftir langa fjarveru
Jack Butland.
Jack Butland.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Jack Butland er að stefna á það að snúa aftur í enska landsliðið fyrir Evrópumótið í sumar.

Butland spilaði síðast í enska landsliðinu árið 2018 en sér núna möguleikann á að snúa aftur.

Nick Pope, markvörður Newcastle, er að glíma við meiðsli og þá eru Aaron Ramsdale og Sam Johnstone ekki að spila mikið með félagsliðum sínum; lítið sem ekki neitt.

Jordan Pickford, aðalmarkvörður Englands, er að spila reglulega og hann verður að öllum líkindum aðalmarkvörður Englands en hinar tvær stöðurnar eru tiltölulega opnar.

Butland er aðalmarkvörður Rangers í Skotlandi og hann hefur ekki verið nær hópnum lengi.

„Ég er klárlega nær hópnum en ég hef verið síðustu þrjú, fjögur eða fimm árin. Ég hef farið á stórmót og ég myndi elska að fara á annað mót," sagði Butland þegar hann ræddi við breska ríkisútvarpið en það verður fróðlegt að sjá hvort að hann komist í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner