Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM í dag - Skyldusigrar hjá stórþjóðunum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Það er nóg um að vera í undankeppni Evrópumótsins í dag þar sem átta leikir eru á dagskrá.


England tekur á móti stríðshrjáðum Úkraínumönnum í C-riðli áður en Ítalía heimsækir Möltu í Miðjarðarhafsbardaga.

Englendingar fóru vel af stað með sigri á Ítalíu og búast báðar stórþjóðirnar við að sigra viðureignir dagsins.

Danmörk heimsækir svo Kasakstan í H-riðli áður en Slóvenía tekur á móti San Marínó og Norður-Írland fær Finnland í heimsókn. Langauðveldasti riðill undankeppninnar að mati margra.

Að lokum er það íslenski riðillinn þar sem Ísland verður að sækja sigur til Liechtenstein. Portúgal heimsækir þá Lúxemborg á meðan Slóvakía etur kappi við Bosníu.

C-riðill:
16:00 England - Úkraína
18:45 Malta - Ítalía

H-riðill:
13:00 Kasakstan - Danmörk
16:00 Slovenía - San Marínó
18:45 Norður-Írland - Finnland

J-riðill:
16:00 Liechtenstein-Ísland (Rheinpark)
18:45 Lúxemborg-Portúgal (Stade de Luxembourg)
18:45 Slóvakía-Bosnía (Národný futbalový Stadión)


Athugasemdir
banner
banner
banner