Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
BEINT: Leikdagur í Wroclaw - Kemst Ísland á EM?
Icelandair
Mynd: Mummi Lú
Það er risa dagur framundan hjá íslenska karlalandsliðinu í dag því liðið leikur hreinan úrslitaleik við Úkraínu um sæti á EM í Þýskalandi í sumar.

Leikið er í Wroclaw í Póllandi og fulltrúar Fótbolta.net fylgja liðinu og stuðningsmönnum eftir í dag.

Flugvél Icelandair, Þingvellir, í fánalitunum flaug í morgun til Póllands með 225 stuðningsmenn Íslands.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

Hér að neðan verður uppfært allt það sem gerist í dag en leikurinn hefst 19:45 að íslenskum tíma og verður einnig í textalýsingu á Fótbolta.net.
18:21
105 manna hópur stuðningsmanna kemur frá Kraká
105 manna hópur nemenda úr Versló eru nú á leið á leikinn með rútu frá Kraká undir forystu GunnIngu Sivertsen skólastjóra en hún er fyrrverandi varaformaður KSÍ.

Eyða Breyta
18:17
Segjum þetta gott í þessari lýsingu
Nu er stutt í leik og við bendum á textalýsinguna frá sjálfum leiknum!

Vindið ykkur hingað! Áfram Ísland!

Eyða Breyta
16:51
Það bætist þétt við fjöldann á torginu
Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú



Eyða Breyta
15:45
Drummerinn og Svenni mættir
Það er fjöldi stuðningsmanna að sóla sig í bænum í Wroclaw. Hér eru nokkrar frá Mumma Lú en þar má meðal annars sjá Joey Drummer og Svenna úr tólfunni.
Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú



Eyða Breyta
15:33
Íslenskir stuðningsmenn láta fara vel um sig á torginu
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon



Eyða Breyta
15:32
Siggi Bond er með innherjaupplýsingar um byrjunarliðið í kvöld og koma þær fram í viðtalinu
   26.03.2024 15:26
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld


Eyða Breyta
15:29
Það eru að detta inn viðtöl við stuðningsmenn
Ég tók mér stuttan göngutúr um Wroclaw áðan og góður hópur Íslendinga er byrjaður að sötra drykki, setja sig í gírinn fyrir leikinn stóra. Það er löng vakt hjá þeim Íslendingum sem komu með Icelandair fluginu en vélin mun væntanlega breytast í fljúgandi skemmtistað á heimleiðinni ef EM verður niðurstaðan.

Meðal þeirra sem ég rakst á voru Borghildur Sigurðardóttir fyrrum varaformaður KSÍ en hún var spennt fyrir því að mæta á völlinn sem stuðningsmaður í stúkunni en ekki sem stjórnarmaður.

Atli Jónasson yfirþjálfari yngri flokka Leiknis er í góðum gír og segir að það hafi verið hugur í íslenska stuðningsfólkinu í fluginu hingað.

Það eru að detta inn viðtöl á síðuna við nokkra hressa stuðningsmenn.

Eyða Breyta
15:08
Street photography
Mummi Lú ljósmyndari gengur um götur Wroclaw og myndar mannlífið í dag.
Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú



Eyða Breyta
14:19


Eyða Breyta
14:03
„Ég vona að þetta verði liðið"
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Það hefur verið ákveðinn samkvæmisleikur í hlaðvarpsþættinum Aldrei heim að stilla upp líklegu byrjunarliði Íslands í hverjum þætti.

Í sérstökum leikdagsþætti stilltu Sæbjörn Steinke fréttamaður Fótbolta.net og annar af gestum þáttarins, Stefán Árni Pálsson á Stöð 2 Sport, upp líklegum byrjunarliðum fyrir kvöldið.

„Ég vona að þetta verði liðið," sagði Stefán Árni eftir að hafa sett saman sitt lið.

Mynd: Elvar Geir Magnússon

Mynd: Elvar Geir Magnússon


Eyða Breyta
13:47
Kjartan Henry fékk góða gjöf frá geðþekkum Úkraínumanni
Mynd: dmutro.dubas

Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH og sérfræðingur á Stöð 2 Sport, eignaðist nýjan vin í gær. Hann hitti þennan afar geðþekka Úkraínumann sem gaf honum þessa glæsilegu sérhönnuðu hettupeysu.

Leikdagshlaðvarp
Stefán Árni Pálsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og Kjartan Henry kíktu í heimsókn í hlaðvarpsþáttinn Aldrei heim á leikdegi og þátturinn er kominn inn á veiturnar.

Rætt er um stemninguna og spennuna í aðraganda leiksins, líklegt byrjunarlið, kynni Kjartans af landsliðsþjálfara Úkraínu og fleira.

   26.03.2024 13:39
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni


Eyða Breyta
12:44
Mudryk gegn Alberti - Þeir félagar prýða þessa auglýsingu fyrir leikinn
Mynd: football24.ua



Eyða Breyta
12:43
Tólfan kemur!
Flugvél Icelandair lenti í hádeginu í Wroclaw og nú er verið að ferja stuðningsmennina í miðbæinn þar sem þau munu njóta lífsins fram að leik og æfa söngvana. Mummi Lú smellti af nokkrum myndum.
Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú


Eyða Breyta
12:41
Búist við mikilli stemningu á Ölveri
Heima á Íslandi er það Sportbarinn Ölver í Glæsibæ sem er heimavöllur dyggustu stuðningsmanna íslenska landsliðsins. Þar verður væntanlega kátt á hjalla í kvöld og tryllt gleði ef strákarnir okka tryggja sér farseðilinn á EM í Þýskalandi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Eyða Breyta
12:37
Leikdagshlaðvarp væntanlegt
Hvað úr hverju ætlum við að taka upp leikdagshlaðvarp og fara yfir málin með góðum gestum frá Stöð 2 Sport en þar verður leikurinn sýndur í opinni dagskrá í kvöld.

Mummi Lú ljósmyndari er mættur til Wroclaw og við eigum von á myndum frá honum frá upphitun íslensku stuðningsmannana. Það verður því líf og fjör hér á síðunni alveg þar til yfir líkur.

Aldrei heim.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon


Eyða Breyta
12:32
Byrjar Jói Berg í kvöld?
Ein breyting er á hópnum frá leiknum gegn Ísrael: Jóhann Berg Guðmundsson kemur inn fyrir Arnór Sigurðsson sem meiddist í leiknum.

Stefán Teitur Þórðarson var kallaður inn í hópinn á fimmtudagskvöld en hann er 24. maður í dag og er því utan hóps.

Jóhann Berg gat ekki spilað gegn Ísrael en hann hefur verið á síðustu æfingum landsliðsins og verður með fyrirliðabandið ef hann byrjar í kvöld.

Eyða Breyta
12:29
Gríðarlegir fjármunir eru í húfi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

RÚV fjallar um að gríðarlegir fjármunir séu í húfi fyrir KSÍ komist liðið á EM. Minnst einn og hálfur milljarður króna.

Liðin 24 sem taka þátt í lokakeppninni fá öll 9,25 milljónir evra í verðlaunafé sem jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. Eftir það taka við árangurstengdar greiðslur sem bætast við fyrrgreinda upphæð. Í heildina fer 331 milljón evra til þáttökuþjóða á mótinu.

149 milljónir íslenskra króna fást fyrir hvern sigurleik í riðlakeppninni og tæplega 75 milljónir króna fyrir jafntefli.

Heimild: RÚV

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ sagði við Fótbolta.net að fyrst yrði einbeitingin á fótboltann og ef vel fer í kvöld væri hægt að fara að ræða peningana.

Eyða Breyta
12:24
Smá skjálfti í Úkraínumönnum
Úkraínskur blaðamaður sem ég spjallaði við sagði að áður en umspilið hefði farið af stað hefðu flestir úkraínskir stuðningsmenn verið sigurvissir og talið nánast pottþétt að liðið færi á EM. En leikurinn í Bosníu hafi verið bras, ýmsir vankantar á liðinu og nú sé smá hræðsla komin í stuðningsmennina eftir þann leik.

Eyða Breyta
12:17
Hareide talaði um 50/50 möguleika, lesendur virðast sammála því!
Mynd: Fótbolti.net


   25.03.2024 19:07
Hareide talar áfram um helmingslíkur - „Undirhundar geta stundum bitið frá sér"


Eyða Breyta
12:12
„Mikilvægasta skrefið sem liðið hefur tekið í nokkur ár"
„Sá bragur sem var á íslenska liðinu eftir að það lenti undir, á klaufalegan hátt, kom mér mjög á óvart. Karakterinn sem liðið sýndi þá er eitthvað sem ég horfi á og sé sem gríðarlega mikilvægt skref. Rosalega skýrt merki þess að að þetta er að verða að liði. Þetta er búin að vera löng fæðing en þetta var mikilvægasta skrefið sem liðið hefur tekið í nokkur ár," segir Freyr Alexandersson, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, í viðtali við RÚV.

   26.03.2024 11:49
„Mikilvægasta skrefið sem liðið hefur tekið í nokkur ár"


Eyða Breyta
12:09
Flugvélin lent
Flugvél Icelandair er lent á flugvellinum í Wroclaw, lenti 13:04 að staðartíma eða 12:04 að íslenskum. Það er tæplega hálftíma akstur í miðbæinn svo það styttist í að íslenskir stuðningsmenn fari að lita torgi og bari hérna.

Eyða Breyta
12:04
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Við ræddum við Víði Sigurðsson íþróttafréttamann á meðan íslenska landsliðið æfði í Wroclaw í gær.



Eyða Breyta
11:56
Stríðið í huga manna
Stríðið í Úkraínu kom við sögu á fréttamannafundunum í gær. „Auðvitað hefur þetta áhrif. Ég sé það á morgnana, allir leikmenn eru í símanum að fylgjast með því sem er í gangi í Odessa, Kænugarði... þetta er erfitt því þeir eiga fjölskyldur í Úkraínu," segir Rebrov landsliðsþjálfari Úkraínu.

   25.03.2024 19:27
Leikmenn Úkraínu stöðugt í símanum að fylgjast með fréttum af stríðinu


Eyða Breyta
11:53
Þorvaldur í hlaðvarpsviðtali
Við hituðum upp fyrir leikinn að loknum fréttamannafundunum í gær og ræddum við Þorvald Örlygsson formann KSÍ í hlaðvarpsþættinum Aldrei heim. Hægt er að nálgast þáttinn á öllum veitum.

   25.03.2024 20:12
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum


Eyða Breyta
11:50
Menn leggja allt í sölurnar
Mynd: Getty Images

Sverrir Ingi Ingason var spurður út í spennustigið í hópnum á fréttamannafundi í gær.

„Mér finnst spennustigið hafa verið mjög fínt hingað til, við sáum það kannski í leiknum á móti Ísrael að það var mikið undir svona fyrstu 15 mínúturnar. Það var fínt að hafa fengið smá smjörþefinn af því þar. Við vitum að við erum að fara spila gríðarlega sterku liði á morgun, við þurfum að vera tilbúnir, sérstaklega fyrstu 15-20 mínúturnar, að þeir komi og setji pressu á okkur. Við þurfum að geta staðist hana og fundið sama takt í okkar leik eftir það," segir Sverrir

„Mér finnst stemningin búin að vera mjög góð, við höfum farið vel yfir hvaða liðið við erum að fara mæta á morgun og erum vel undirbúnir."

Ertu að sjá fyrir þér í aðdraganda leiksins hvernig það væri að fara með þessu liði á stórmót?

„Klárlega, ég hef fengið heiðurinn að fara tvisvar áður. Það er einhver skemmtilegasta lífsreynsla sem ég hef tekið þátt í. Ég held að það myndi gefa þessu landsliði svakalega mikið að fá þessa reynslu og við erum með frábært tækifæri fyrir framan okkur; erum einum leik frá því."

„Ég get lofað því að við munum leggja allt í sölurnar á morgun til að ná okkar markmiðum. Sem fótboltamaður veistu ekkert hversu mörg tækifæri þú færð. Þetta gæti verið mitt síðasta tækifæri, og annarra í liðinu, til að komast með landsliðinu á stórmót. Margir í liðinu eru að byrja (eru snemma á sínum landsliðsferli) og við erum staðráðnir í að nýta þetta tækifæri og vera með í sumar af því þetta eru stærstu augnablikin sem fótboltamaður; að spila fyrir þjóðina og á stærsta sviðinu."

Sverrir hefur farið og spilað á EM og HM. En leikurinn á morgun, að vera lykilmaður í liði sem á möguleika á því að komast á EM, er hann sá stærsti á ferlinum?

„Það er alveg hægt að færa rök fyrir því. Ég var í öðruvísi hlutverki þá, var að stíga mín fyrstu skref með landsliðinu. Ég veit að það hjálpaði mér mikið að á þeim tímapunktum á ferlinum að hafa fengið að taka þátt í þeim verkefnum."

„Það myndi gefa fullt af leikmönnum sem eru að taka sín fyrstu skref, eins og ég var á þeim tíma, tækifæri til að komast ennþá lengra á styttri tíma."

„Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila sem fótboltamaður, það er allt undir, fullur völlur og að spila upp á eitthvað sem skiptir öllu máli."

„Við erum fullir sjálfstrausts og verðum fyrst og fremst að trúa því sjálfir að við getum farið og gefið Úkraínumönnum góðan leik á morgun,"
sagði Sverrir.

Eyða Breyta
11:47
Ofurtölvan hefur ekki mikla trú á Íslandi
Mynd: Getty Images

Gervigreind á vegum Opta var notuð til að giska á niðurstöðuna í viðureign Úkraínu og Íslands.

Ofurtölvan segir að það yrði mjög óvænt ef Ísland stæði uppi sem sigurvegari.

Eftirlíking af leiknum var spiluð tíu þúsund sinnum og vann Ísland aðeins 15,8% af þeim leikjum. Úkraína vann án þess að þurfa uppbótartíma í 66,3%.

Í 17,9% tilfella fór leikurinn í framlengingu.


Eyða Breyta
11:45
Einhverjir Íslendingar mættir til Wroclaw
Við höfum rekist á nokkra Íslendinga síðustu daga. Meðal annars hittum við í gær Íslending sem er búsettur í Prag og skellti sér hingað og þá hittum við í morgun annan Íslending sem lenti í hremmingum í næturlífinu í nótt en vonandi mun það allt saman enda vel.

Eyða Breyta
11:21
Markið hans Arnórs


Eyða Breyta
11:13
Liðin í sínum hefðbundnu litum
Ísland verður í bláu treyjunum í kvöld, líkt og í sigrinum gegn Ísrael. Úkraína verður í sínum hefðbundnu gulu treyjum.

Mynd: football24.ua



Eyða Breyta
11:02
Búist við 34 þúsund áhorfendum í Wroclaw skálinni
Mynd: Getty Images

Það er búið að selja 29 þúsund miða á leikinn og samkvæmt upplýsingum frá Ómari Smárasyni samskiptastjóra KSÍ er alls búist við 34 þúsund manns á leikinn. Leikvangurinn tekur 43 þúsund manns.

Það verða 85 fréttamenn á leiknum og 32 ljósmyndarar.

Eyða Breyta
10:56
Nokkrar myndir frá æfingu Íslands í gær
Íslenska liðið æfði á keppnisvellinum í gær og tóku allir leikmenn þátt í æfingunni, að minnsta kosti á þeim hluta sem fjölmiðlamenn fengu að fylgjast með.
Mynd: Getty Images

Mynd: Getty Images

Mynd: Getty Images

Mynd: Getty Images



Eyða Breyta
10:44
Borgin skartar sínu fegursta í dag
Wroclaw völlurinn var gerður að heimavelli úkraínska landsliðsins í þessu verkefni vegna stríðsins í Úkraínu. Fræðumst aðeins betur um borgina...

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Wroclaw, höfuðborg samnefnds héraðs, við hafnarborg við ána Oder í suðvesturhluta Póllands. Hún meðal stærstu borga landsins og mikilvægustu miðstöðva viðskipta, flutninga og iðnaðar. (Ferðaheimur)

Eyða Breyta
10:37
Fótbolti.net heilsar frá Wroclaw!
Það er vor í lofti í þriðju stærstu borg Póllands og fiðringur í maganum, verður að viðurkennast. Það verður um 14 gráðu hiti þegar vélin með íslensku stuðningsmönnunum lendir hér í borginni rétt fyrir klukkan 13 að staðartíma. Þá mun hópurinn halda rakleiðis í gamla bæinn þar sem allt er morandi í börum og veitingastöðum.


Eyða Breyta
09:31
225 stuðningsmenn með Icelandair
Í gær varð uppselt í flugvél Icelandair sem flutti stuðningsmenn Íslands héðan í leikinn. Upphaflega var uppselt í 160 sæta vél og því var brugðið á það ráð að nýta flugvélina í íslensku fánalitunum sem tekur 225 í sæti og aukasætin seldust strax upp. Hér er vélin klár á flugbrautinni í morgun.
Mynd: Mummi Lú



Eyða Breyta
09:30
Allir merktir
Stuðningsmenn Íslands verða í fánalitunum í Wroclaw í kvöld. Treflarnir voru komnir á loft í flugstöðinni.
Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú


Eyða Breyta
09:30
Loksins komið að þessu
Fyrsti áfangastaður íslenska stuðningsmanna í morgun var eins og vanalegt er hjá Íslendingum á leið út í ævintýri. Loksins bar í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Mynd: Mummi Lú


Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner