Oliver gekk í raðir FH í upphafi árs frá Þrótti sem hafði verið hans uppeldisfélag á Íslandi. Oliver æfði með Woking og QPR á Englandi áður en fjölskyldan fluttist til Íslands þegar hann var tólf ára.
Oliver er sonur Heiðars Helgusonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns. Oliver tognaði aftan í læri fyrir rúmum mánuði síðan og er ennþá að jafna sig á þeim meiðslum. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Oliver fékk aðstoð frá pabba sínum - „Vildi æfa með þeim bestu á landinu"
Oliver er sonur Heiðars Helgusonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns. Oliver tognaði aftan í læri fyrir rúmum mánuði síðan og er ennþá að jafna sig á þeim meiðslum. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Oliver fékk aðstoð frá pabba sínum - „Vildi æfa með þeim bestu á landinu"
Fullt nafn: Oliver Heiðarsson
Gælunafn: kallaður stundum Malo
Aldur: 20
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: fyrsti deildarleikur 2019
Uppáhalds drykkur: bláan G
Uppáhalds matsölustaður: le kock
Hvernig bíl áttu: VW Polo
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Modern Family, er líka byrjaður að horfa á Suits og þeir eru að slá í gegn.
Uppáhalds tónlistarmaður: Uzi
Uppáhalds hlaðvarp:
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hindber Mars daim
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ait
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Líklegast Fram
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Davíð Ingvars
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jakob Leó og Óskar Jón (iconic duo)
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Davið Snær Jóhanns
Sætasti sigurinn: Leiknir síðasta sumar
Mestu vonbrigðin: Meiðslin núna í vetur
Uppáhalds lið í enska: City
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Lárus Björnsson
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Hlyns
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Daði Bergs
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sóley María
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Auðvitað Heiðar Helguson
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hörður Ingi
Uppáhalds staður á Íslandi: 104 Rvk
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég þrumaði boltanum upp í vinkilinn gegn Leikni
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei er ekki alveg þar
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum:
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku, eru það ekki allir?
Vandræðalegasta augnablik: Menningarnótt 2018
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Andri Sævarsson, Sveinn Óli Guðna og Guðmundur Axel. Andri er bara uppá stemningu, hefur ekkert annað upp á að bjóða. Sveinn er fyrir Andra til að stríða og Gummi er stór, meiri líkur á að einhver sjái okkur.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er ekki bara fljótur inn á vellinum
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Steven Lennon, skemmtilegur character
Hverju laugstu síðast: Sagði pabba að hann væri ekki feitur í bolnum sem hann var í.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Allt sem tengist þessum Covid reglum
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Þórólf, hvort hann ætli að loka landamærunum á næstunni.

Heyrst hefur að Hörður Ingi sé með Tinder Gold reikning
Athugasemdir