Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   lau 26. apríl 2025 17:21
Ívan Guðjón Baldursson
Pereira vill að liðið spili skemmtilegan sóknarbolta
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Vítor Pereira þjálfari Wolves var himinlifandi eftir þægilegan 3-0 sigur gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Pereira tók við Wolves þegar liðið var í bullandi fallbaráttu en tókst að snúa slæmu gengi við. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og eru Úlfarnir 20 stigum fyrir ofan fallsvæðið með fjórar umferðir eftir af tímabilinu.

„Ég er mjög stoltur af liðinu og stuðningsmönnum. Við spiluðum góðan fótbolta, mér finnst ekki gaman að vinna þegar við spilum ekki góðan fótbolta. Þetta var einstaklega góður sigur. Þegar ég kom fyrst til félagsins var aðalatriðið að bæta varnarleikinn en það er ekki nóg. Ég vil meira, ég vil að liðið spili skemmtilegan sóknarbolta," sagði Pereira eftir sigurinn.

„Síðan ég tók við þessu liði hef ég sagt við strákana að ég kom hingað útaf því að ég veit að þetta er gæðamikill leikmannahópur. Annars hefði ég ekki tekið við þessu starfi. Leikmennirnir hérna skilja fótbolta mjög vel, við höfum verið á sömu blaðsíðu frá fyrsta degi og orkan í hópnum er frábær."

Hinn eftirsótti Matheus Cunha skoraði eitt og lagði tvö upp í sigrinum. Hann er að öllum líkindum á leið til stærra félags í sumar þar sem hann er eftirsóttur af stórveldum úr ensku úrvalsdeildinni og víðar.

„Hann er sérstakur leikmaður. Þegar honum líður vel og hann er hamingjusamur er lítið sem stoppar hann. Hann getur verið ótrúlega skapandi og hann spilaði stórkostlegan leik í dag. Það sést að hann er hamingjusamur hjá Wolves."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner