Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. maí 2019 13:42
Ívan Guðjón Baldursson
Wayne Bridge hissa að Sarri sé enn við stjórn
Mynd: Getty Images
Wayne Bridge, fyrrverandi leikmaður Chelsea, segist ekki búast við því að Maurizio Sarri verið áfram við stjórnvölinn hjá félaginu á næsta tímabili.

Hann telur að leikmenn og stuðningsmenn séu ekki ánægðir með ástandið hjá félaginu og vill hann sjá breytingar sem fyrst.

„Ég er hissa að Sarri sé enn við stjórnvölinn. Hvað ætlar félagið að gera varðandi yfirvofandi félagaskiptabann? Þetta er slæmt ástand," sagði Bridge við Sky Sports.

„Það er augljóst að stuðningsmenn eru óánægðir. Ég held að leikmenn séu heldur ekki ánægðir og þar af leiðandi er stjórinn sjálfur ekki ánægður."

Chelsea endaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar og mætir Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn.

„Getur þetta lið barist við Liverpool og Manchester City á næsta tímabili? Ég held ekki. Eini möguleikinn er að láta aflétta banninu og fá nýjan stjóra inn sem breytir aðeins til, því þetta er búið að vera lélegt tímabil fyrir félagið.

„Ég held samt að Chelsea vinni úrslitaleikinn gegn Arsenal. Þeir munu eflaust hugsa að þeir geta gert út af við Meistaradeildarvonir erkifjenda sinna með sigri."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner