Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 26. maí 2022 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea á eftir Tchouameni og Nkunku
Powerade
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins í boði BBC er kominn í hús.


Chelsea íhugar að gera tilboð í franska framherjann Christopher Nkunku, 24, leikmann RB Leipzig. (Goal)

Bláliðar ætla að reyna stela Aurelien Tchouameni, 22, leikmanni Monaco frá Real Madrid þegar salan á félaginu gengur í gegn. (Goal)

Þeir leikmenn sem eru að renna út af samningi hjá Chelsea vilja heyra plön nýju eigendana áður en þeir taka ákvörðun um hvort þeir vilji vera áfram. (Times)

Newcastle skoðar það að eyða metfé í Lucas Paqueta miðjumann Lyon og brasilíska landsliðsins. (Times)

Alessandro Bastoni, 23, miðvörður Inter Milan er undir smásjá Tottenham og Manchester United. (Gazzette dello Sport)

Fraser Forster, 34, er búinn í læknisskoðun hjá Totteham og mun ganga til liðs við félagið þegar samningur hans við Southampton rennur út í næsta mánuði. (Mail)

Arsenal hefur augastað á Alvaro Morata. Spænski framherjinn hefur verið á láni hjá Juventus frá Atletico Madrid. (Tuttosport)

Tammy Abraham segist ánægður hjá Roma en þessi 24 ára gamli enski framherji útilokar ekki að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, Arsenal hefur áhuga. (Metro)

Arsenal hefur einnig áhuga á að fá Serge Gnabry aftur til liðs við félagið frá Bayern Munchen en mun ekki eiga efni á leikmanninum í sumar. (Christian Falk)

Arsenal hefur gert lokatilraun til að semja við Eddie Nketiah. Það eru miklar líkur á því að hann muni semja við félagið en núgildandi samningur rennur út í sumar. (Mail)

Real Madrid er sagt tilbúið til að bjóða 120 milljón evra í Rafael Leao framherja AC Milan. Samningur hans við ítalska félagið rennur út árið 2024 og hann er með 150 milljón evra riftunarákvæði. (Gazzetta dello sport)

Barcelona og Ousmane Dembele eiga enn eftir að ná samkomulagi um nýjan samning fyrir franska sóknarmanninn. Samningurinn hans rennur út í sumar. (Marca)

Aston Villa ætlar að setja í næsta gír og næla í Calvin Bassey varnarmann Rangers. (Times)

Barcelona hefur fundað með umboðsmanni Carney Chukwuemeka, 18 ára leikmanni Aston Villa. (Sport)

PSG er tilbúið að selja brasilíska framherjann Neymar, 30, ef þeir fá rétt tilboð í hann í sumar. (Goal)

Alex Oxlade-Chamberlain leikmaður Liverpool er til sölu en Aston Villa og West Ham eru meðal liða sem hafa áhuga á honum. (Mirror)

Samningaviðræður milli West Ham og Tomas Soucek, 27, hafa siglt í strand. (Guardian

Everton og Crystal Palace hafa augastað á Ederson Silva, 22, brasilískum miðjumanni Salernitana á Ítalíu. (Football Insider)

Jonjoe Kenny, 25, varnarmaður Everton segir að það séu margir möguleikar í stöðunni en samningur hans við félagið rennur út í sumar. (Liverpool Echo)

Pascal Gross, 30, er við það að skrifa undir nýjan samning við Brighton en núgildandi samningur rennur út í júní. (Kicker)


Athugasemdir
banner
banner
banner