Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. maí 2022 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
City vill fá Alvarez fyrr en áætlað var - „Held að Pep sé ekki að hlusta"
Mynd: EPA

Julian Alvarez skoraði sex mörk fyrir River Plate í 8-1 sigri á Allianza Lima Libertadores-bikarnum í nótt. Hann er á láni frá Manchester City.


City festi kaup á leikmanninum í janúar og lánaði hann strax aftur til River Plate í eitt ár.

Eftir frammistöðuna í nótt er Pep Guardiola sagður vilja stytta lánið og fá hann strax til félagsins. Marcelo Gallardo þjálfari River Plate segir að Alvarez gæti verið á förum fljótlega.

„Það er erfitt að halda Alvarez því City hefur fjárfest í demanti. Argentína er land sem selur leikmenn en það verður ekki auðvelt að fylla skarðið sem hann skilur eftir sig. Hann gæti spilað í næstu umferð Libertadores og farið svo til City," sagði Gallardo eftir leikinn í nótt.

16 liða úrslit Copa Libertadores hefjast þann 29 júní og klárast 6. júlí.

„En ef þeir vilja láta okkur hafa hann út árið þá væri það ekkert vandamál, við yrðum mjög þakklát. Því miður þá held ég að Pep sé ekki að hlusta á mig. Við höfum alið upp fótboltamann sem er nógu þroskaður til að taka stökkið."

Alvarez fer til Englands í næstu viku en þá mætir Argentíska landsliðið því ítalska á Wembley í æfingaleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner