Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle leitar aftur til Lyon - Paqueta á leiðinni?
Lucas Paqueta er hér ásamt Neymar og Richarlison
Lucas Paqueta er hér ásamt Neymar og Richarlison
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United er reiðubúið að eyða 50 milljónum punda í Lucas Paqueta, miðjumann Lyon, en þetta kemur fram í Times.

Newcastle keypti Bruno Guimaraes frá Lyon í janúarglugganum og hafði þar betur í baráttunni við Arsenal.

Bruno hefur reynst Newcastle vel og átti þátt í því að koma liðinu úr fallbaráttu.

Enska félagið ætlar sér stóra hluti á markaðnum í sumar en Times greinir nú frá því að það sé viðræðum við Lyon um Lucas Paqueta.

Paqueta, sem er 24 ára, er fastamaður í brasilíska landsliðinu og hefur verið með bestu mönnum Lyon síðustu ár en Lyon vill fá 50 milljónir punda fyrir hann.

Newcastle er reiðubúið að ganga að verðmiðanum og yrði hann því dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner