Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   fös 26. maí 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Stóri Sam: Tottenham með veikleika sem við þurfum að nýta okkur
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar verður spiluð á sunnudag og þá ræðst það hvaða tvö lið falla með Southampton. Everton, Leicester og Leeds eru í fallhættu.

Leeds á heimaleik gegn Tottenham í lokaumferðinni og þarf að vinna þann leik og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.

„Helsti styrkleiki Tottenham eru sóknarmennirnir. Í leik þeirra gegn Brentford sáust margir veikleikar hjá liðinu og við þurfum að reyna að nýta okkur þá. Við megum ekki láta það endurtaka sig sem gerðist gegn West Ham þar sem við týndumst algjörlega í seinni hálfleik," segir Stóri Sam Allardyce, stjóri Leeds.

„Eina einbeiting leikmanna verður að fara í að vinna leikinn. Við getum ekki haft áhrif á hina leikmennina. Við munum ekki fylgjast sérstaklega með hinum leikjunum en stuðningsmennirnir munu láta okkur vita."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner