Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. júní 2019 13:40
Elvar Geir Magnússon
Sendi fjölda kvenna óviðeigandi skilaboð - Sparkað úr landsliðinu
Amr Warda.
Amr Warda.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Amr Warda hefur verið rekinn heim af Afríkumótinu vegna agabrota. Warda er landsliðsmaður Egyptalands en knattspyrnusamband landsins hefur ákveðið að losa hann úr hópnum.

Ástæðan er að óviðeigandi skilaboð hans til fjölda kvenna í gegnum samfélagsmiðla hafa verið gerð opinber.

Warda var ónotaður varamaður á föstudag þegar Egyptaland vann 1-0 sigur gegn Simbabve í opnunarleik Afríkumótsins síðasta föstudag. Egyptar eru taldri líklegastir til að vinna mótið.

Í yfirlýsingu frá egypska knattspyrnusambandinu segir að Warda hafi verið sendur heim til að halda aga og einbeitingu innan hópsins.

Warda er 25 ára og spilar fyrir PAOK í Grikklandi þar sem hann er liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Sverris Inga Ingasonar.
Athugasemdir
banner
banner
banner