Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. júlí 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lille að krækja í besta leikmann Rangers
Mynd: Getty Images
RMC Sport hefur heimildir fyrir því að Alfredo Morelos hafi komist að samkomulagi við franska félagið Lille um samningsmál. Nú þurfi Lille aðeins að ná saman við Rangers um kaupverð.

Morelos er besti leikmaður Rangers og er metinn á um 15 milljónir evra. Samningur hans við skoska félagið rennur ekki út fyrr en 2023 og því gæti Steven Gerrard kosið að halda sóknarmanninum.

Morelos er 24 ára gamall og hefur skorað 77 mörk í 137 leikjum með Rangers, auk þess að hafa gert eitt mark í sjö A-landsleikjum með Kólumbíu.

Framherjinn getur spilað á báðum köntum og er jafnfættur. Hann er einnig nokkuð skapstór og hefur fengið sjö rauð spjöld á þremur árum í Skotlandi.

Lille leikur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í haust. Rangers þarf að fara í gegnum undankeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner