Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. júlí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Portúgal: Porto vann deildina - Braga náði þriðja sætinu
Porto hefur unnið efstu deild í Portúgal 29 sinnum. Síðast: 2018, 2013, 2012, 2011.
Porto hefur unnið efstu deild í Portúgal 29 sinnum. Síðast: 2018, 2013, 2012, 2011.
Mynd: Getty Images
Mynd: Sporting
Hluta portúgalska deildartímabilsins er lokið og varð Porto meistari enn eina ferðina. Porto var búið að tryggja sér titilinn fyrir lokaumferðina.

Benfica endar í öðru sæti og svo kemur Braga á undan Sporting í þriðja sæti. Braga var þremur stigum á eftir Sporting fyrir lokaumferðina og áttu bæði lið erfiða leiki fyrir höndum sér.

Sporting tapaði fyrir Benfica á meðan Braga lagði Porto að velli og stal þriðja sætinu á innbyrðisviðureignum. Ruben Amorim, þjálfari Sporting, er eflaust svekktur en hann var við stjórnvölinn hjá Braga þegar liðið vann innbyrðisviðureign gegn Sporting fyrr á tímabilinu.

Braga skipti fimm sinnum um þjálfara á tímabilinu. Artur Jorge er við stjórn eftir að hafa tekið við taumunum 1. júlí.

Porto fer beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Benfica fer í undankeppnina.

Braga fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á meðan Sporting og Rio Ave fara í undankeppnina.

Rio Ave lagði Boavista að velli í gær og tryggði sér mikilvægt fimmta sæti á kostnað Famalicao sem gerði afar dramatískt jafntefli við Maritimo.

Fallbaráttan er ekki ráðin þar sem Portimonense, Vitoria Setubal og Tondela berjast um síðustu tvö sæti deildarinnar. Hún mun ráðast í dag.

Lokastaðan:
1. Porto 82 stig
2. Benfica 77
3. Braga 60
4. Sporting 60
5. Rio Ave 55
6. Famalicao 54
Athugasemdir
banner
banner