mán 26. júlí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild: Þröstur Mikael og Dallas menn ósáttir?
Dimitrije Cokic (Ægir)
Dimitrije Cokic.
Dimitrije Cokic.
Mynd: Ægir
Leikmaður 12. umferðarinnar í 3. deild karla að mati Ástríðunnar er Dimitrije Cokic, miðjumaður Ægis í Þorlákshöfn.

„Þeir voru frábærir og hann var frábær," sagði Gylfi Tryggvason, en Ægir vann 3-0 sigur á Augnablik á heimavelli sínum í Þorlákshöfn.

„Hann skorar mark númer tvö í leiknum og hann sýndi það í þessum leik hvers megnugur hann er. Það hefði hæglega verið hægt að velja svona sex gæja úr Ægisliðinu í þessum leik," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Heldurðu að Þröstur Mikael og Dallas menn séu ósáttir núna?" spurði Sverrir.

„Þröstur var örugglega byrjaður að fagna. Hann skoraði þrennu og það hefur alltaf verið nóg. Kúturinn minn, þá var þetta bara ÍH og Sverrir sem þú varst að vinna. Nei, nei ég segi svona," sagði Gylfi.

„Þetta var risastór frammistaða hjá Ægi og Dimitrije Cokic. Þeir pakka saman Augnablik og hleypa sjálfum sér aftur í toppbaráttuna," sagði Sverrir.

„Það gerðu margir tilkall," sagði Gylfi en hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.

Bestir í fyrri umferðum:
1. og 2. umferð: Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
3. umferð: Stefan Spasic (Höttur/Huginn)
4. umferð: Bjartur Aðalbjörnsson (Einherji)
5. umferð: Breki Barkarson (Augnablik)
6. og 7. umferð. Raul Sanjuan Jorda (Tindastóll) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
8. umferð: Cristofer Rolin (Ægir)
9. umferð: Hafsteinn Gísli Valdimarsson (KFS)
10. umferð: Pape Mamadou Faye (Tindastóll)
11. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Ástríðan - Úrvalslið fyrri umferða deildanna tilkynnt
Athugasemdir
banner
banner
banner