Heimir Hallgrímsson ætlar sér að flytja til Írlands eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari þar.
Hann sagði frá þessu á fréttamannafundi í dag.
Hann sagði frá þessu á fréttamannafundi í dag.
„Næstu dagar fara í það hjá mér og eiginkonu minni, að finna hvar við viljum búa. Út frá reynslu er gott að kynnast menningunni og fólkinu, sérstaklega menningunni í kringum fótboltann. Það er stutt flug á milli Íslands og Írlands, en mér finnst betra að vera hérna í kringum fólkið," sagði Heimir.
Vill O'Shea með í vegferðina
Hann var þá spurður út í starfsteymið sitt hvort að hann hefði eitthvað hugsað út í það. Hann nefndi þá að hann væri búinn að heyra í John O'Shea, fyrrum varnarmanni Manchester United. O'Shea stýrði írska landsliðinu til bráðabirgða áður en Heimir var ráðinn.
„Ég hringdi í John O'Shea í gær og sagði honum að ég myndi elska að hafa hann með í þessari vegferð. Hann er með mikla virðingu frá stjórninni," sagði Heimir.
„Ef hann er með um borð, þá komumst við hraðar á þann stað sem við viljum komast á."
Heimir sagði á fundinum að hann hefði annars ekki hugsað mikið um starfsteymið.
„Ég talaði við stjórnina og þeir hrósuðu allir núverandi starfsteymi. Ég talaði við Seamus Coleman, fyrirliða liðsins, í morgun og hann hrósaði starfsteyminu mikið. Ég kem ekki með kröfur um að fá starfsfólk með mér. Mér finnst það gott að hafa teymið áfram," sagði Heimir.
Athugasemdir