Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fim 11. júlí 2024 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir flytur til Írlands og vill fá John O'Shea með í vegferðina
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
John O'Shea.
John O'Shea.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson ætlar sér að flytja til Írlands eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari þar.

Hann sagði frá þessu á fréttamannafundi í dag.

„Næstu dagar fara í það hjá mér og eiginkonu minni, að finna hvar við viljum búa. Út frá reynslu er gott að kynnast menningunni og fólkinu, sérstaklega menningunni í kringum fótboltann. Það er stutt flug á milli Íslands og Írlands, en mér finnst betra að vera hérna í kringum fólkið," sagði Heimir.

Vill O'Shea með í vegferðina
Hann var þá spurður út í starfsteymið sitt hvort að hann hefði eitthvað hugsað út í það. Hann nefndi þá að hann væri búinn að heyra í John O'Shea, fyrrum varnarmanni Manchester United. O'Shea stýrði írska landsliðinu til bráðabirgða áður en Heimir var ráðinn.

„Ég hringdi í John O'Shea í gær og sagði honum að ég myndi elska að hafa hann með í þessari vegferð. Hann er með mikla virðingu frá stjórninni," sagði Heimir.

„Ef hann er með um borð, þá komumst við hraðar á þann stað sem við viljum komast á."

Heimir sagði á fundinum að hann hefði annars ekki hugsað mikið um starfsteymið.

„Ég talaði við stjórnina og þeir hrósuðu allir núverandi starfsteymi. Ég talaði við Seamus Coleman, fyrirliða liðsins, í morgun og hann hrósaði starfsteyminu mikið. Ég kem ekki með kröfur um að fá starfsfólk með mér. Mér finnst það gott að hafa teymið áfram," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner