Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 26. september 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Vilhjálmur Alvar á VAR dómaranámskeiði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er staddur í Hollandi á dómaranámskeiði hjá UEFA um myndbandsdómgæslu.

Markmið námskeiðsins eru eftirfarandi:
Fá kennslu í VAR vinnubrögðunum og VAR vinnureglum UEFA
Að venjast VAR herminum og tengdum tækjum.
Æfa myndbandsdómgæslu bæði sem myndbandsdómari og sem dómari á velli með myndbandsdómara.

Þetta námskeið er það fyrsta af þremur og er hluti af því að fá staðfestingu sem myndbandsdómari hjá UEFA.

Vilhjálmur Alvar er alþjóðlegur dómari og hefur dæmt bæði Evrópuleiki og landsleiki en VAR er nú notað í sífellt fleiri keppnum.

„Ég hafði ekki áttað mig á því hversu erfitt þetta er. Það er mjög margt sem maður þarf að læra og fyrsta skiptið sem ég prófaði þetta var mjög athyglisvert. Þeir eru að æfa þá dómara sem hafa verið að dæma í Evrópudeildinni þar sem þetta kemur í útsláttarkeppnina þar á þessu tímabili og svo inn í riðlakeppnina og leikina þar á eftir á næstu leiktíð. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og fróðlegt," sagði Vilhjálmur Alvar við Fréttablaðið.
Athugasemdir
banner
banner