Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   lau 26. september 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Inter, Atalanta og Lazio hefja tímabilið
Torino tekur á móti Atalanta í fyrsta leik dagsins í ítalska boltanum. Mikil eftirvænting er fyrir að sjá Atalanta á nýju tímabili eftir að hafa gert frábæra hluti undir stjórn Gian Piero Gasperini undanfarin ár.

Cagliari og Lazio eigast svo við í beinni útsendingu á sama tíma og lærisveinar Claudio Ranieri í Sampdoria taka á móti nýliðum Benevento, sem er stýrt af engum öðrum en Filippo Inzaghi.

Stórleikur dagsins fer fram í Mílanó í kvöld, þegar Inter tekur á móti Fiorentina.

Inter er af mörgum talið líklegasta liðið til að veita Juventus samkeppni um Ítalíumeistaratitilinn í ár. Inter hefur styrkt sig gríðarlega mikið undir leiðsögn Antonio Conte og verður áhugavert að sjá hvernig gengur í ár.

Ítalskir sparkspekingar telja Fiorentina einnig vera að taka miklum framförum eftir nokkur slök ár í efstu deild.

Leikir dagsins:
13:00 Torino - Atalanta
16:00 Cagliari - Lazio (Stöð 2 Sport 4)
16:00 Sampdoria - Benevento
18:45 Inter - Fiorentina (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner