
Þór/KA 0 - 4 Stjarnan
0-1 Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('6)
0-2 Heiða Ragney Viðarsdóttir ('26)
0-3 Katrín Ásbjörnsdóttir ('39)
0-4 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('55)
Stjarnan er búin að taka annað sæti Bestu deildarinnar af Breiðabliki eftir sannfærandi sigur á Akureyri.
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir kom gestunum úr Garðabæ yfir snemma leiks og tvöfaldaði Heiða Ragney Viðarsdóttir forystuna á 26. mínútu.
Katrín Ásbjörnsdóttir setti þriðja mark Stjörnunnar fyrir leikhlé og gerði Aníta Ýr Þorvaldsdóttir endanlega út um viðureignina með fjórða markinu í upphafi síðari hálfleiks.
Lokatölur urðu 0-4 fyrir Stjörnuna sem nægir sigur á heimavelli gegn Keflavík í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Blikastúlkur missa því líklega af Evrópusæti í ár eftir tap á Selfossi um helgina.