
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur farið vel af stað á þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Hún er orðin fyrirliði West Ham og er að spila ansi stórt hlutverk á miðsvæðinu hjá liðinu.
Hún er orðin fyrirliði West Ham og er að spila ansi stórt hlutverk á miðsvæðinu hjá liðinu.
Það er athyglisvert að þegar tölfræðin er skoðuð úr fyrstu tveimur umferðum deildarinnar á Englandi að þá er Dagný á meðal efstu leikmanna í einum tölfræðiflokknum.
Dagný er búin að fara upp í 14 skallaeinvígi en aðeins einn leikmaður hefur farið upp í fleiri einvígi.
Það er Rachel Furness, fyrrum leikmaður Grindavíkur, sem er fyrir ofan Dagný en hún spilar í dag með Liverpool. Hún hefur farið í 17 skallaeinvígi.
Þrátt fyrir að hafa farið svona í mörg einvígi þá er Dagný líka ofarlega á lista yfir það hversu hátt hlutfall þeirra hún er að vinna. Hún er búin að vinna 57,14 prósent skallaeinvíga sinna til þessa sem er ansi vel af sér vikið.
Athugasemdir