Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. september 2022 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm leikmenn sem gætu blómstrað undir stjórn Heimis
Leon Bailey.
Leon Bailey.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson var ráðinn landsliðsþjálfari Jamaíku fyrr í þessum mánuði. Á morgun stýrir hann sínum fyrsta leik er liðið mætir Argentínu í vináttulandsleik.

Þetta eru nýir tímar fyrir landslið Jamaíku og er stefnan sett á að liðið komist inn á HM 2026. Jamaíka hefur ekki komist inn á HM síðan 1998 og hefur landsliðið verið í ákveðinni lægð.

Jhamal Tucker hjá 876 Stream hefur tekið saman lista yfir fimm leikmenn sem gætu blómstrað undir stjórn Heimis.

Fyrstur á listanum er Damion Lowe, varafyrirliði liðsins, sem er sterkur varnarmaður. Tucker telur að Lowe geti nýst vel fyrir þjálfara sem leggur mikið upp úr varnarleik eins og Heimir gerir. Bakvörðurinn Javain Brown er einnig nefndur til sögunnar varðandi varnarleik liðsins en hann leikur með Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Norður-Ameríku.

Miðjumaðurinn sterki, Kevin Stewart, hefur ekki spilað marga landsleiki fyrir Jamaíku en þeir gætu orðið fleiri undir stjórn Heimis. Hann er öflugur og er harður í horn að taka á miðsvæðinu. Hann leikur með Blackpool á Englandi.

Svo er að lokum minnst á Leon Bailey, kantmann Aston Villa, og Michail Antonio, sókarmann West Ham, og talið að þeir gætu hentað vel í þann fótbolta sem Heimir vill spila.

Það er talið líklegt að Heimir geti virkjað þessa leikmenn og fengið það besta út úr þeim. Ef það gerist, þá er það uppskrift að einhverju góðu.

Leikur Jamaíku og Argentínu fer fram í New Jersey í Bandaríkjunum. Verður flautað til leiks á miðnætti á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner