Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 26. september 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íhuga 50 milljón punda tilboð í hinn „úkraínska Neymar"
Mykhailo Mudryk.
Mykhailo Mudryk.
Mynd: EPA
Newcastle United er að íhuga að gera 50 milljón punda tilboð í Mykhailo Mudryk, kantmann Shakhtar Donetsk.

Leikmaðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Shakhtar og er áhugi á honum víða.

Honum hefur verið lýst sem hinum „úkraínska Neymar".

Samkvæmt iNews þá hefur Newcastle mikinn áhuga á leikmanninum sem hefur meðal annars spilað vel í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð.

Newcastle hefur verið að fylgjast vel með leikmanninum, en félög á borð við Arsenal og Liverpool eru einnig áhugasöm. Brentford og Everton hafa líka verið að fylgjast með leikmanninum sem er virkilega spennandi kantmaður.
Athugasemdir
banner