Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. september 2022 07:15
Elvar Geir Magnússon
Magnaður sigur Færeyja gegn Tyrklandi - Þjálfari Tyrkja rekinn?
Tyrkir töpuðu gegn Færeyjum í gær og gerðu jafntefli við Lúxemborg í leiknum þar á undan.
Tyrkir töpuðu gegn Færeyjum í gær og gerðu jafntefli við Lúxemborg í leiknum þar á undan.
Mynd: EPA
Þjóðverjinn Stefan Kuntz tók við Tyrkjum á síðasta ári.
Þjóðverjinn Stefan Kuntz tók við Tyrkjum á síðasta ári.
Mynd: EPA
Vinir okkar og nágrannar í Færeyjum unnu hreint magnaðan 2-1 sigur gegn Tyrklandi í Þórshöfn í gær. Þetta eru öflugustu úrslit færeyska landsliðsins í einhver ár og þau stærstu undir stjórn hins sænska Hakan Ericson.

Með sigrinum hafa Færeyjar farið í gegnum fjóra leiki í röð án þess að bíða ósigur, í fyrsta sinn í sögunni.

Gunnar Nielsen var á bekknum í leiknum en eini leikmaðurinn úr íslensku Bestu deildinni sem kom við sögu var Patrik Johannesen í Keflavík sem kom inn sem varamaður í uppbótartíma.

Teitur Matras Gestsson, markvörður Færeyja, sagðist eftir leik vera hissa á því hversu lítið hann hafði í raun að gera í leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik, Viljormur Davidsen og Jóan Símun Edmundsson komu Færeyjum í 2-0 en Serdar Gürler minnkaði muninn á 89. mínútu.

Leikurinn var í riðli-1 í C-deild Þjóðadeildarinnar en fyrir leikinn hafði Tyrkland tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í B-deild og færeyska liðið var öruggt með áframhaldandi veru í C-deildinni.

Þrátt fyrir sigur í riðlinum eru Tyrkir allt annað en sáttir við frammistöðu síns liðs í riðlinum. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Lúxemborg áður en kom að þessum tapleik í Færeyjum. Spjótin beinast að hinum þýska Stefan Kuntz sem þjálfar Tyrkland.

Hamit Altintop, formaður tyrknesku landsliðsinefndarinnar segir að úrslitin í gær séu með öllu óásættanleg og hann skilji vel þá gagnrýni sem liðið hafi fengið. Hann segir þú að Kuntz verði áfram þjálfari. Tyrkneskir fjölmiðlar efast hinsvegar stórlega um að sú verði raunin og eru þegar farnir að ræða hugsanlegan eftirmann hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner