Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   þri 26. september 2023 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís Perla bæði leikjahæst og markahæst í hópnum
watermark Glódís fagnar marki sínu gegn Wales.
Glódís fagnar marki sínu gegn Wales.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er bæði markahæsti - og leikjahæsti leikmaðurinn í íslenska hópnum sem mætir Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Glódís Perla skoraði sitt tíunda landsliðsmark þegar Ísland vann Wales í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni síðasta föstudagskvöld.

Glódís, sem er 28 ára gömul, er einnig með langflesta leiki í hópnum eða 115 talsins. Hún var heiðruð fyrir leikinn gegn Wales fyrir að hafa spilað yfir 100 A-landsleiki.

Það hefur mikil reynsla horfið úr hópnum að undanförnu og Glódís er eini leikmaðurinn í núverandi hóp sem hefur spilað yfir 60 A-landsleiki.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er næst markahæst en svo kemur nokkuð bil. Sveindís Jane Jónsdóttir sem kvaddi nýverið hópinn vegna meiðsla hefur skorað átta mörk, líkt og Karólína Lea.

Mörk í núverandi hóp
Glódís Perla Viggósdóttir - 10 mörk
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 8 mörk
Sandra María Jessen - 6 mörk
Agla María Albertsdóttir - 4 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - 4 mörk
Hlín Eiríksdóttir - 4 mörk
Amanda Andradóttir - 2 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir - 2 mörk
Arna Sif Ásgrímsdóttir - 1 mark
Berglind Rós Ágústsdóttir - 1 mark
Guðrún Arnardóttir - 1 mark
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - 1 mark
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner