Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. október 2020 14:11
Elvar Geir Magnússon
Barcelona kvartar yfir dómaranum - Úr Real Madrid fjölskyldu
Juan Martínez Munuera.
Juan Martínez Munuera.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Barcelona hafa kvarta yfir dómaranum í El Clasico leiknum á sunnudag, Juan Martínez Munuera.

Spænskt dagblað segir að Munuera komi úr fjölskyldu þar sem fólk er stuðningsfólk Real Madrid.

Real Madrid fékk umdeilda vítaspyrnu á 61. mínútu þegar Seegio Ramos fór frekar auðveldlega niður í teignum. Eftir að hafa ráðfært sig við VAR þá benti Munuera á punktinn.

Real Madrid skoraði úr vítinu og vann á endanum 3-1 sigur.

Spænska blaðið SPORT segir að faðir dómarans, Juan Ramon, hafi stofnað stuðningsmannaklúbb fyrir Real Madrid á sínum tíma.

Juan Ramon var sjálfur dómari í spænsku 3. deildinni og var frægur fyrir að dæma leiki þar sem hann var klæddur í treyju Real Madrid undir dómaratreyjunni.

Annar sonur hans, Miguel Martínez, var aðstoðardómari í El Clasico á laugardaginn.

Barcelona hefur lagt inn kvörtun til spænska knattspyrnusambands vegna frammistöðu dómarana í leiknum umtalaða.

Sjá einnig:
Koeman: VAR bara norað til að dæma gegn Barce
Athugasemdir
banner
banner
banner