Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 26. október 2020 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Michel Vorm hættur í fótbolta
Hollenski markvörðurinn Michel Vorm er búinn að leggja hanskana á hilluna. Þetta staðfesti hann í dag.

Vorm er 37 ára gamall og lék síðast fyrir Tottenham, þar sem hann var varamarkvörður og spilaði 48 leiki á sex árum.

Vorm gerði garðinn frægan hjá Swansea og var aðalmarkvörður liðsins sem komst upp í úrvalsdeildina 2011 og vann deildabikarinn 2013.

Vorm spilaði 15 lansdleiki fyrir Holland og var partur af liðinu sem náði í silfurverðlaun á HM 2010 og brons á HM 2014.


Athugasemdir
banner