Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. október 2021 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski deildabikarinn: Arsenal, Chelsea og Sunderland áfram
Nketiah skoraði fyrir Arsenal.
Nketiah skoraði fyrir Arsenal.
Mynd: EPA
Það voru þrír leikir í enska deildabikarnum í kvöld. Arsenal og Chelsea eru komin áfram í átta-liða úrslitin, áfram Sunderland.

Arsenal fékk Leeds í heimsókn. Það hefur ekki mikið gengið upp hjá Leeds á þessu tímabili og bikarævintýri þeirra í deildabikarnum er á enda.

Calum Chambers og Eddie Nketiah skoruðu í seinni hálfleiknum fyrir Arsenal og lokatölur 2-0.

Chelsea mætti Southampton og fór sá leikur í vítaspyrnukeppni. Che Adams jafnaði metin snemma í seinni hálfleik fyrir Dýrlingana eftir að Kai Havertz hafði komið Chelsea yfir.

Það var farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem engin framlenging er á þessu stigi í deildabikarnum. Í vítaspyrnukeppninni klikkaði Southampton tvisvar og Chelsea einu sinni. Chelsea fer því áfram í næstu umferð.

Sunderland úr C-deildinni heldur áfram sinni vegferð í þessari keppni. Leikur þeirra við QPR úr Championship-deildinni endaði markalaus. Sunderland vann svo í vítaspyrnukeppni og verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.

Arsenal 2 - 0 Leeds
1-0 Calum Chambers ('55 )
2-0 Edward Nketiah ('69 )

Chelsea 5 - 4 Southampton (Chelsea vann vítaspyrnukeppni)
1-0 Kai Havertz ('44 )
1-1 Che Adams ('47 )

QPR 0 - 0 Sunderland (Sunderland vann í vítaspyrnukeppni)
Athugasemdir
banner
banner