Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. október 2021 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær bað um hápressu og skapaði rugling
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: EPA
Það hefur mikið verið rætt og skrifað um framtíð Ole Gunnar Solskjær sem stjóra Manchester United eftir 0-5 tap liðsins gegn erkifjendunum í Liverpool.

Það er mjög heitt undir Solskjær. The Athletic skrifar grein um málið þar sem fram kemur að æðstu menn Man Utd hafi fundað í gær. Niðurstaðan var sú að Solskjær verður mjög líklega á hliðarlínunni þegar Tottenham um næstu helgi.

Það er enn stuðningur við Solskjær hjá æðstu mönnum United, þó hann sé ekki eins hávær og fyrr í þessum mánuði.

Það sem er þó kannski áhyggjuefni fyrir þá sem stjórna hjá félaginu er að leikmenn eru ekki allir sannfærðir um Solskjær. Guardian segir að leikmenn skorti trú á Norðmanninum. Sagt er að leikmönnum United líki mjög vel við Solskjær en telji að hann sé ekki taktískt hæfur til að takast á við starfið.

The Athletic tekur undir þetta og kveðst hafa heimildir fyrir því að Solskjær hafi skapað rugling á meðal leikmanna með því hvernig hann ákvað að spila gegn Liverpool síðasta sunnudag. Solskjær bað leikmenn um að pressa hátt en leikmenn voru ekki vissir um það hvernig nákvæmlega þeir ættu að pressa þar sem æfa ekki mikið pressu.

Það sást í leiknum því pressan virkaði engan veginn. Varnarleikurinn var holóttur og Liverpool nýtti sér það.

Hægt er að lesa greinina hérna en hún kemur ekki til með að sannfæra stuðningsmenn Man Utd um að Solskjær sé rétti maðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner