Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 26. október 2021 21:36
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Steini um Amöndu: Framtíðin er hennar
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir og Amanda Andradóttir í leiknum í kvöld.
Alexandra Jóhannsdóttir og Amanda Andradóttir í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Amanda Jacobsen Andradóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins og spilaði allan leikinn þegar Ísland vann 5-0 sigur á Kýpur í Laugardalnum í kvöld. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslands, var ánægður með innkomu Amöndu.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Kýpur

„Hún var bara fín, hún er góð á boltanum, tapar fáum boltum og skilar boltanum vel frá sér."

Fyrsta mark Íslands kom eftir frábæran undirbúning Amöndu og síðasta markið úr hornspyrnu frá henni.

„Hún var að gera fína hluti, fyrsta markið kemur upp úr samvinnu hennar og Elísu. Hún var bara flott í þessum leik og hornið sem Alexandra skoraði úr, hún var með stoðsendingu þar. Þannig hún var bara flott í dag og framtíðin er bara hennar," sagði Steini um frammistöðu Amöndu í leiknum í kvöld.

Alexandra Jóhannsdóttir segir að Amanda hafi komið vel inn í hópinn. „Bara vel. Smá feimin, en hver var ekki smá feiminn þegar hann byrjaði fyrst. Hún er að sanna sig á æfingum og eins og ég segi, kom vel inn í hópinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner