fim 26. nóvember 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
U21 í neðsta styrkleikaflokki í drættinum fyrir EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 árs landslið Íslands verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppni EM þann 10. desember næstkomandi.

Riðlakeppnin fer fram í Slóveníu og Ungverjalandi í lok mars en tvö lið úr hverjum riðli fara áfram í 8-liða úrslitin sem verða spiluð í maí.

Styrkleikaflokkarnir ráðast af gengi liða í undankeppni og úrslitakeppni U21 liða síðan árið 2017 en Ísland er númer 14 af 16 liðum í röðinni þar. Gestgjafar Slóveníu og Ungverjalands eru neðar.

Hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana og stig liðanna.

Fyrsti styrkleikaflokkur
Spánn 40,620
Þýskaland 38,490
Frakkland 37,147
England 36,846

Annar styrkleikaflokkur
Ítalía 36,361
Danmörk 36,088
Portúgal 35,863
Holland 32,686

Þriðji styrkleikaflokkur
Rúmenía 32,198
Króatía 31,902
Tékkland 29,648
Rússland 29,162

Fjórði styrkleikaflokkur
Sviss 28,059
Ísland 26,071
Slóvenía 25,851
Ungverjaland 21,318
Athugasemdir
banner
banner
banner