Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. nóvember 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Brentford í sömu treyju á næsta tímabili
Mynd: EPA
Stuðningsmenn á Bretlandseyjum eru ánægðir með það útspil Brentford að ætla á næsta tímabili að nota sömu treyju og liðið klæðist á þessu tímabili.

Sum úrvalsdeildarfélög kynna þrjá nýjar treyjur á hverju tímabili en Brentford vill með þessu hjálpa veski stuðningsmanna sem eru vanir því að kaupa nýja treyju á hverju ári.

„Við teljum að þetta muni hjálpa stuðningsmönnum okkar. Þá teljum við líka að þetta sé skref í rétta átt til að hjálpa umhverfinu aðeins. Það getur bara verið gott að minnka treyjukeðjuna," segir Jon Varney, framkvæmdastjóri Brentford.

Brentford er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og situr í fjórtánda sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner