Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. nóvember 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo gefur treyjur í samstarfi við söngkonuna Pink
Mynd: EPA
Bandaríska söngkonan Pink ætlar að gleðja nokkra krakka um jólin og gefa þeim gjafir. Hún sagði frá þessu á Twitter en krökkunum dreymir um að fá treyju frá Ronaldo.

Hún dó ekki ráðalaus og skrifaði skilaboð til Ronaldo og spurði hvort hann gæti ekki reddað málunum. Hann mun senda nokkrar áritaðar treyjur.

Ronaldo gekk til liðs við Man Utd árið 2003 en yfirgaf félagið árið 2009 en snéri aftur fyrir þetta tímabil og hefur skorað 10 mörk í 14 leikjum.

Ronaldo hefur staðið fyrir sínu fyrir framan markið en þetta hefur verið vonbrigaðartímabil fyrir félagið og Ole Gunnar Solskjær var látinn taka pokann sinn á dögunum. Ralf Rangnick er sagður taka við liðinu tímabundið á næstu dögum.



Athugasemdir
banner
banner
banner