Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 26. nóvember 2023 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Dyche: Síðustu tíu dagar verið erfiðir
Sean Dyche
Sean Dyche
Mynd: EPA
Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir Sean Dyche og lærisveina hans í Everton, en eina í stöðunni er að standa sig á vellinum og sjá hvað það færir þeim.

Everton tapaði fyrir Manchester United í kvöld, 3-0, á Goodison Park í leik þar sem þetta hefði getað dottið báðum megin.

Heimamenn nýttu ekki færin sín á meðan United nýtti sín.

„Þeir byrjuðu leikinn á heimsklassa marki sem gerði okkur svolítið erfitt fyrir. Við spiluðum vel í fyrri hálfleiknum og fengum góð færi, þannig ég var sáttur. Síðan fá þeir vítaspyrnu snemma í síðari. Það er búið að gera VAR svo flókið og ég finn til með stuðningsmönnunum. Dómarinn starir á skjáinn og vitum hver útkoman verður.“

„Þeir segja að þetta sé vítaspyrna, alla vega miðað við hvernig nútímafótbolti er orðinn, en við erum alltaf að sjá þetta og svona er leikurinn í dag.“


Tíu stig voru dregin af Everton vegna brota á fjármálareglum deildarinnar og er liðið því í næst neðsta sæti með 4 stig. Everton áfrýjaði en ekki er ljóst hvenær endanleg niðurstaða liggur fyrir.

„Það hefur verið erfitt að meðtaka fréttirnar síðustu tíu daga en við hristum þetta af okkur. Flest fólk hugsar hvað þetta sé óréttlátt, þar á meðal stuðningsmennirnir, ég og félagið. Við verðum að standa okkur og vinna leiki,“ sagði Dyche.
Athugasemdir
banner
banner
banner