Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   sun 26. nóvember 2023 13:43
Brynjar Ingi Erluson
Nenad Bjelica tekur við Union Berlín (Staðfest)
Nenad Bjelica er tekinn við Union
Nenad Bjelica er tekinn við Union
Mynd: Union Berlín
Króatíski þjálfarinn Nenad Bjelica er tekinn við Union Berlín í Þýskalandi.

Urs Fischer var látinn taka poka sinn á dögunum eftir rúmlega fimm ár í starfi.

Hann kom liðinu í Meistaradeild Evrópu fyrir þetta tímabil en slæm úrslit í byrjun tímabils urðu honum að falli.

Spænski þjálfarinn Raúl Gonzalez var orðaður við þjálfarastöðuna í gær en Union ákvað frekar að fá reyndari mann í brúnna.

Bjelica varð fyrir valinu en Króatinn stýrði síðast Trabzonspor í Tyrklandi.

Áður hefur hann þjálfað lið á borð við Lech Poznan, Dinamo Zagreb, Austria Vín og Spezia.

Union er í næst neðsta sæti þýsku deildarinnar með aðeins 7 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 6 6 0 0 25 3 +22 18
2 Dortmund 6 4 2 0 12 4 +8 14
3 RB Leipzig 6 4 1 1 8 8 0 13
4 Stuttgart 6 4 0 2 8 6 +2 12
5 Leverkusen 6 3 2 1 12 8 +4 11
6 Köln 6 3 1 2 11 9 +2 10
7 Union Berlin 7 3 1 3 11 14 -3 10
8 Eintracht Frankfurt 6 3 0 3 17 16 +1 9
9 Freiburg 6 2 2 2 9 9 0 8
10 Hamburger 6 2 2 2 6 8 -2 8
11 St. Pauli 6 2 1 3 8 9 -1 7
12 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
13 Werder 6 2 1 3 9 14 -5 7
14 Augsburg 6 2 0 4 11 13 -2 6
15 Wolfsburg 6 1 2 3 8 10 -2 5
16 Mainz 6 1 1 4 5 10 -5 4
17 Heidenheim 6 1 0 5 4 11 -7 3
18 Gladbach 7 0 3 4 6 15 -9 3
Athugasemdir