PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   mán 27. janúar 2020 11:15
Magnús Már Einarsson
Manchester United spurðist fyrir um Cavani
Manchester United spurðist á dögunum fyrir um Edinson Cavani, framherja PSG, en The Athletic segir frá.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er í leit að liðsstyrk í fremstu víglínu vegna meiðsla Marcus Rashford.

Manchester United skoðaði að fá Cavani en há laun hans og meiðslasaga urðu til þess að félagið ákvað að leggja ekki inn tilboð.

Cavani verður samningslaus í sumar en allt bendir til þess að hann sé á leið í Atletico Madrid.
Athugasemdir
banner
banner