Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. janúar 2020 22:35
Aksentije Milisic
Saka: Arteta vill láta okkur spila Arsenal bolta
Saka fagnar með liðsfélögunum í kvöld.
Saka fagnar með liðsfélögunum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Hinn ungi Bukayo Saka var á skotskónum í kvöld þegar Arsenal lagði Bournemouth að velli í FA bikarnum. Hann kom gestunum yfir með laglegu skoti áður en Eddie Nkeitah tvöfaldaði forystuna. Heimamenn minnkuðu muninn seint í leiknum en nær komust þeir ekki.

Saka var ánægður með sigurinn og tjáði sig aðeins um stjórann, Mikel Arteta og Gabriel Martinelli.

„Arteta er að reyna að endurvekja hugmyndafræðina og spila Arsenal bolta. Við gerðum það vel í fyrri hálfleiknum en ekki næginlega vel í þeim síðari," sagði Saka.

„Ég æfi mikið með Martinelli. Við tölum mikið um það hvernig við getum sólað leikmenn og skorað mörk."

Arsenal mætir Portsmouth á útivelli í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner