mið 27. janúar 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Ighalo kveður Manchester United
Mynd: Getty Images
Nígeríski framherjinn Odion Ighalo er að kveðja Manchester United eftir að hafa verið í láni hjá félaginu í eitt ár frá Shanghai Shenhua í Kína.

Hinn 31 árs gamli Ighalo skoraði fimm mörk í 19 leikjum á síðasta tímabili en á þessu tímabili hefur hann ekki fengið tækifæri eftir komu Edinson Cavani.

„Það er erfitt að sjá þennan draum enda," sagði Ighalo á Instagram en hann hefur verið stuðningsmaður Manchester United síðan í æsku.

„Ég vil þakka Guði fyrir að hjálpa mér að upplifa þennan ævilanga draum að klæðast treyju Manchester United sem leikmaður og spila fyrir þetta frábæra félag. Það var heiður og ég verð alltaf þakklátur fyrir það."

Ighalo skoðar nú næstu skref á ferlinum en hann gæti farið í MLS-deildina í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner