Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. janúar 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn í dag - Barcelona sækir lið úr B-deild heim
Barcelona hefur verið á fínu skriði að undanförnu.
Barcelona hefur verið á fínu skriði að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Í gær hófust 16-liða úrslit spænska bikarsins og í kvöld halda þau áfram með þremur leikjum.

Fyrsti leikur dagsins hefst klukkan 18:00 þegar Sevilla og Valencia eigast við á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Sevilla er í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en Valencia hefur ollið miklum vonbrigðum og er í 14. sæti.

Hinir tveir leikir dagsins eru svo klukkan 20:00. Barcelona, sem hefur verið á flottu skriði, mætir Rayo Vallecano sem er í B-deildinni. Það er ekkert auðvelt verkefni í spænska bikarnum og til sönnunar um það þá féllu bæði Atletico Madrid og Real Madrid úr leik í keppninni gegn liðum úr C-deild.

Í hinum leiknum sem hefst klukkan 20:00 mætast Almeria, sem er í B-deild, og Osasuna, sem er í úrvalsdeild.

miðvikudagur 27. janúar

SPAIN: National cup
18:00 Sevilla - Valencia
20:00 Vallecano - Barcelona
20:00 Almeria - Osasuna
Athugasemdir
banner
banner