Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 27. janúar 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó: Reyndi að fá Finn Orra í fyrra en það gekk ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af blaðamannafundinum; Davíð Þór, Heiðar Máni, Finnur Orri og Óli Jó.
Af blaðamannafundinum; Davíð Þór, Heiðar Máni, Finnur Orri og Óli Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Steinke
„Mér líst mjög vel á að fá þá. Heiðar er ungur og efnilegur markmaður sem hefur smá tengingu hérna í FH í gegnum pabba sinn. Finnur Orri er reynslumikill og mjög góður fótboltamaður," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH. Ólafur var til viðtals eftir að Finnur Orri Margeirsson og Heiðar Máni Hermannsson höfðu verið tilkynntir sem nýir leikmenn félagsins.

„Í fyrra, þegar ég tók við, þá hafði ég áhuga á að fá Finn Orra og við þreyfuðum aðeins á því en það gekk ekki eftir. Það tók ekki langan tíma núna. Finnur hefur spilað margar stöður á vellinum en mín hugmynd er sú að hann verði inn á miðjunni, ég fékk hann hingað sem miðjumann."

Sigurbjörn Hreiðarsson kom inn í þjálfarateymi FH í vetur og verður aðstoðarmaður Óla. Þeir þekkjast ágætlega, hafa unnið saman hjá Haukum og Val.

„Ég talaði við Bjössa ... ég man ekki hvenær, þegar við vorum saman í Haukum og við höfum verið saman síðan. Hann var með Grindavík í fyrra, hætti því og kom hingað."

Óli var í viðræðum við FH síðasta haust hvort hann yrði áfram með félagið. Hann neitaði því að það hefði verið krafa að fá inn Bjössa Hreiðars í þjálfarateymið. Hann gaf sama svar aðspurður um komu Kristins Freys Sigurðssonar í vetur. „Þetta er bara fótbolti."

Í lok viðtals við var Óli spurður út í frekari styrkingar. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir