Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 27. janúar 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó: Reyndi að fá Finn Orra í fyrra en það gekk ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af blaðamannafundinum; Davíð Þór, Heiðar Máni, Finnur Orri og Óli Jó.
Af blaðamannafundinum; Davíð Þór, Heiðar Máni, Finnur Orri og Óli Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Steinke
„Mér líst mjög vel á að fá þá. Heiðar er ungur og efnilegur markmaður sem hefur smá tengingu hérna í FH í gegnum pabba sinn. Finnur Orri er reynslumikill og mjög góður fótboltamaður," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH. Ólafur var til viðtals eftir að Finnur Orri Margeirsson og Heiðar Máni Hermannsson höfðu verið tilkynntir sem nýir leikmenn félagsins.

„Í fyrra, þegar ég tók við, þá hafði ég áhuga á að fá Finn Orra og við þreyfuðum aðeins á því en það gekk ekki eftir. Það tók ekki langan tíma núna. Finnur hefur spilað margar stöður á vellinum en mín hugmynd er sú að hann verði inn á miðjunni, ég fékk hann hingað sem miðjumann."

Sigurbjörn Hreiðarsson kom inn í þjálfarateymi FH í vetur og verður aðstoðarmaður Óla. Þeir þekkjast ágætlega, hafa unnið saman hjá Haukum og Val.

„Ég talaði við Bjössa ... ég man ekki hvenær, þegar við vorum saman í Haukum og við höfum verið saman síðan. Hann var með Grindavík í fyrra, hætti því og kom hingað."

Óli var í viðræðum við FH síðasta haust hvort hann yrði áfram með félagið. Hann neitaði því að það hefði verið krafa að fá inn Bjössa Hreiðars í þjálfarateymið. Hann gaf sama svar aðspurður um komu Kristins Freys Sigurðssonar í vetur. „Þetta er bara fótbolti."

Í lok viðtals við var Óli spurður út í frekari styrkingar. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner