Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   fös 27. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Hart barist í toppbaráttunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Spænska helgin hefst á viðureign Almeria og Espanyol sem eru aðeins nokkrum stigum frá fallsvæðinu sem stendur.


Topplið Barcelona heimsækir nýliða Girona á morgun áður en Sevilla tekur á móti botnliði Elche. Sevilla þarf sigur eftir hrikalega byrjun á tímabilinu á meðan Börsungar geta komið sér í sex stiga forystu með sigri.

Sú forysta þarf þó ekki að vera langlíf því Real Madrid tekur á móti Real Sociedad í stórleik á sunnudagskvöldið. Real Madrid er í öðru sæti sem stendur og Sociedad í þriðja. Aðeins þrjú stig skilja liðin að en Madrid á leik til góða.

Atletico Madrid heimsækir Osasuna í spennandi Evrópuslag eftir að viðureign Real Valladolid gegn Valencia lýkur í fallbaráttunni.

Villarreal mætir svo Rayo Vallecano í Evrópuslag í síðasta leik helgarinnar, sem fer fram að mánudagskvöldi. 

Föstudagur:
20:00 Almeria - Espanyol

Laugardagur:
13:00 Cadiz - Mallorca
15:15 Girona - Barcelona
17:30 Sevilla - Elche
20:00 Getafe - Betis

Sunnudagur:
13:00 Valladolid - Valencia
15:15 Osasuna - Atletico Madrid
17:30 Celta - Athletic
20:00 Real Madrid - Real Sociedad

Mánudagur:
20:00 Villarreal - Vallecano


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner