Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 27. janúar 2023 22:35
Ívan Guðjón Baldursson
Sungu nafn Messi eftir tap Al Nassr
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo hefur farið rólega af stað með Al Nassr í Sádí-Arabíu og á eftir að skora fyrir félagið.


Hann hefur spilað tvo keppnisleiki með sínu nýja félagi og fór sá seinni fram í gærkvöldi þegar liðið datt úr leik í undanúrslitum Ofurbikarsins.

Al Nassr tapaði þar á útivelli gegn Al-Ittihad og kölluðu stuðningsmenn heimaliðsins nafn Lionel Messi þegar Ronaldo gekk af velli að leikslokum.

Ronaldo brást ekki við köllum áhorfenda en hann getur búist við að þetta verði nýr raunveruleiki fyrir sig, sérstaklega þegar honum tekst ekki að skora.

Eins og sést í myndbandinu var Ronaldo með fyrirliðabandið i tapinu.


Athugasemdir
banner
banner