banner
   fim 27. febrúar 2020 21:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Óvæntur Fred og FCK áfram - Ajax úr leik
Mynd: Getty Images
Leikmenn FCK fagna.
Leikmenn FCK fagna.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sjö leikir hófust klukkan 20:00 í Evrópudeildinni. Manchester United og Arsenal voru í eldlínunni og voru leikir þeirra í beinni útsendingu.

Manchester United fór létt með Club Brugge í kvöld. Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleikinn eftir að Simon Deli hafði varið marktilraun Daniel James. Deli fékk rautt spjald og Fernandes kom United yfir. Odion Ighalo og Scott McTominay bættu við forystu United sem leiddi 3-0 í hálfleik og 4-1 samtals. Mörkin urðu tvö í viðbót og skoraði Fred þau bæði. Fyrra eftir undirbúning Jesse Lingard og það seinna eftir undirbúning Tahith Chong.

Arsenal leiddi með einu marki gegn Olympiakos eftir fyrri leikinn í Grikklandi. Grikkirnir jöfnuðu stöðuna í einvíginu með marki eftir hornspyrnu eftir um klukkutíma leik. Allt stefndi í framlengingu og niðurstaðan var á þá leið.

FCK heimsótti Celtic og hjá FCK var Ragnar Sigurðsson í byrjunarliðinu. Staðan var 1-1 eftir fyrri leikinn en FCK náði inn marki snemma í seinni hálfleik. Celtic jafnaði leikinn en FCK svaraði með tveimur mörkum og FCK komið áfram.

Ajax var í slæmri stöðu gegn Getafe og versnaði hún enn þegar Jaime Mata skoraði snemma leiks. Ajax þurfti a fjórum mörkum að halda en náði einungis inn tveimur, Ajax úr leik - frekar óvænt.

Cluj var nálægt því að sigra Sevilla í venjulegum leiktíma sem hefðu talist óvæntustu úrslit kvöldsins. Cluj náði inn marki undir lok leiks en VAR dæmdi hendi á leikmann Cluj í undirbúningnum. Sevilla skoraði mark í Rúmeníu og skríður áfram á útivallamarki. Romelu Lukaku var á skotskónum þegar Inter tryggði sig áfram gegn Ludogorets.

Í Portúgal var veisla: Benfica var 1-2 undir eftir fyrri leikinn gegn Shakhtar en heimamenn komust snemma yfir. Staðan var 2-1 og því jöfn samtals í hálfleik en Shakhtar skoraði tvö gegn einu marki heimamanna í seinni hálfleik og er því komið áfram.

Ajax 2 - 1 Getafe
0-1 Jaime Mata ('5 )
1-1 Danilo ('10 )
1-2 Mathias Olivera ('63 , sjálfsmark)

Celtic 1 - 3 FC Kobenhavn
0-1 Michael Santos ('51 )
1-1 Odsonne Edouard ('83 , víti)
1-2 Pep Biel ('85 )
1-3 Dame N'Doye ('88 )

Sevilla 0 - 0 Cluj

Manchester Utd 5 - 0 Club Brugge
1-0 Bruno Fernandes ('27 , víti)
2-0 Odion Ighalo ('34 )
3-0 Scott McTominay ('41 )
4-0 Fred ('82 )
5-0 Fred ('90+3)
Rautt spjald: Simon Deli, Club Brugge ('22)

Inter 2 - 1 Ludogorets
0-1 Cauly ('26 )
1-1 Cristiano Biraghi ('32 )
2-1 Romelu Lukaku ('45 )

Arsenal 0 - 1 Olympiakos
0-1 Pape Abou Cisse ('53 )

Benfica 3 - 3 Shakhtar D
1-0 Pizzi ('9 )
1-1 Ruben Dias ('12 , sjálfsmark)
2-1 Ruben Dias ('36 )
3-0 Rafa Silva ('47 )
3-2 Taras Stepanenko ('49 )
3-3 Alan Patrick ('71 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner