Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. febrúar 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Lampard vill fá Upamecano til að laga varnarleikinn
Upamecano (til vinstri).
Upamecano (til vinstri).
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, vill laga varnarleik síns liðs í sumar og segir Mirror að Dayot Upamecano hjá RB Leipzig sé efstur á hans óskalista.

Chelsea hefur aðeins haldið marki sínu hreinu í sjö af 39 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Bayern München fór illa með vörn Chelsea í vikunni.

Reece James er hugsaður sem framtíðarmaður í hægri bakvörðinn og Antonio Rudiger er óumdeilanlega fyrsti kostur í miðverðinum. Þá er Cesar Azpilicueta leiðtogi í klefanum.

Ben Chilwell, bakvörður Leicester, hefur verið orðaður við Chelsea til að spila vinstri bakvörðinn sem hefur verið vandræðastaða.

Lampard telur að Upamecano yrði frábær kostur í miðvörðinn við hlið Rudiger.

Kurt Zouma, Andreas Christensen og Fikayo Tomori hafa allir spilað við hlið Rudiger á tímabilinu.

Arsenal er einnig sagt hafa áhuga á Upamecano sem hefur sjálfur ýjað að því að hann færi sig um set í sumar. Hann er 21 árs og hefur leikið fyrir öll yngri landslið Frakklands.
Athugasemdir
banner
banner
banner