fim 27. febrúar 2020 20:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Leikmaður Brugge varði skottilraun og fékk rautt
Mynd: Getty Images
Manchester United er að ganga frá Club Brugge. Liðið leiðir 3-0 eftir fyrri hálfleikinn og staðan í einvíginu er 4-1 þar sem fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Old Trafford.

Á 26. mínútu fór Bruno Fernandes á punktinn þar sem vítaspyrna hafði verið dæmd. Daniel James átti skottilraun sem Simon Deli varði skottilraun Daniel James með tilþrifum. Deli fékk rautt spjald fyrir vörsluna og því eru liðsmenn Brugge manni færri. Dómari leiksins tók sér góðar fimm mínútur til að staðfesta rauða spjaldið.

Vörslu Deli og spyrnu Fernandes má sjá hér. Odion Ighalo opnaði svo markareikning sinn hjá Manchester United eftir laglegan undirbúning Juan Mata.

Scott McTominay skoraði svo þriðja markið á 41. mínútu eftir sendingu frá Fred. Þriðja markið má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner