Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. febrúar 2021 07:00
Aksentije Milisic
„Conte hefur gert Lukaku að frábærum leikmanni"
Félagarnir fagna í grannaslagnum.
Félagarnir fagna í grannaslagnum.
Mynd: Getty Images
Þjálfari Belgíu, Roberto Martinez, segir að það sé Antonio Conte að þakka hversu góður leikmaður Romelu Lukaku sé orðinn.

Þessi 27 ára framherji hefur skorað eins og óður maður í vetur en hann er kominn með 17 mörk í Serie A hjá toppliði Inter Milan.

Hann hefur nú skorað 57 mörk í 81 leik síðan hann kom til Mílanó borgar. Martinez segir að skipti Lukaku frá Man Utd og til Inter, hafi komið á fullkomnum tíma fyrir hann.

„Hann skorar mörk sem ekki margir geta. Hann leggur upp, skorar, leggur upp, skorar, leggur upp, skorar..." sagði Martinez.

„Það er Conte að þakka að Lukaku sé orðinn frábær leikmaður. Hann kom til Inter á fullkomnum tímapunkti á ferli sínum. Í dag er enginn framherji jafn öflugur og hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner